Langur og rýr fundur er í samhengi við langt og rýrt þinghald.

Við hverju er að búast? Þetta Icesave mál er mesta klúðrið á lýðveldistímanum. Við hverju er að búast? Engin heil brú í ríkisstjórninni og því síður í stjórnarandstöðunni.

Tökum þetta mál úr höndum ríkisstjórnarinnar og förum þess á leit við Þjóðverja að semja um okkar mál við Breta og Hollendinga á þeim forsendum sem við getum staðið undir.

Af hverju í andskotanum er ekki búið að afhenda Bretum og Hollendingum eignasafn Landsbankans sem greiðslu að 90% skuldarinnar? Þetta er hæglega hægt að gera með neyðarlögum ef lagaleg forsenda er ekki fyrir hendi núþegar.

Með því að gera þetta erum við að fyrra okkur greiðslu á fáránlegum vöxtum á allri upphæðinni. Með því að afhenda eignasafnið strax þá erum við með 60 milljarða skuld á heildina litið og vaxtakostnað upp á 3.3 milljarða á ári.

Íslendingar eru farnir að líta á Icesave sem lögfræðilega gestaþraut með þátttöku misvitra erlenda "sérfræðinga" undir stjórn þrautakóngsins Egils silfraða.

Ég er hér með tillögu til Egils silfraða og hún er svohljóðandi: Bjóddu Gordon Brown, Darling og seðlabankastjórunum ásamt fjármálaráðherranum hollenska. Þá fara hlutirnir að skýrast vonandi ef af verður.


mbl.is Langur en rýr fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

af hverju reddar þú þessu ekki?

nj (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 11:38

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

nj. Ég var að því með tillögu um afhendingu til Breta og Hollendinga eignasafni Landsbankans.

Guðlaugur Hermannsson, 19.1.2010 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband