Þetta er skynsamasta hugmyndin hingað til.

Það er ánægjulegt að lesa um skynsamlega lausn á þessu Icesave máli. Það er með ólíkindum að íslensk stjórnvöld hafi ekki rætt þennan möguleika og um leið afhent Bretum og Hollendingum eignasafnið til ráðstöfunar. Ef þetta er gert þá er skuld okkar um 65 milljarðar og vextir aðeins 3.8 milljarðar á ári.

Ef Þetta er framkvæmt, þá getum við einbeitt okkur að lausn skuldavanda ríkisins vegna gjaldþrots Seðlabankans. Þetta gjaldþrot er stærsta vandamál okkar í dag og mest íþyngjandi fyrir okkur.


mbl.is Bretar og Hollendingar hætti einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það fær enginn að vita af hverju þetta eignasafn stendur né hversu hár fjárhæðir þetta eru. Þetta var boðið strax í upphafi og hefur alltaf verið upp á borðinu. Þeir fá eignir bankans ásamt þeim kröfuhöfum, sem þeir beiluðu ekki út. Þéir vilja meira. Helmingi meira og það með súpervöxtum, svo eir stórhagnist á öllu saman. Um það snýst málið.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2010 kl. 04:59

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þetta eignasafn er að lámarki 600 milljarða króna. Þú segir að þeir vilji meira. Þeir fá ekki meira. Þetta með súpervextina var klaufaskapur Svavars Gestssonar.

Guðlaugur Hermannsson, 15.1.2010 kl. 05:09

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

laumufarþegarnir í "ríkisstjórninni" sem starfa fyrir breta og hollendinga þau SJS og JS sjá til þess að staðreyndir og málstaður okkar komist ekki mikið að -

ogmikið rosalega er þetta fólk búið að standa sig vel - skil bara ekki hversvegna þau eru á launum hjá okkur -

"klaufaskapur" Svavars - nei - bara yfirgripsmikil vanþekking hans á milliríkjasamningum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.1.2010 kl. 05:48

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þetta er bara taugaveiklun hjá SJS og JS. Klaufaskapurinn hjá Svavari felst í því að hann tók þetta að sér.

Guðlaugur Hermannsson, 15.1.2010 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband