Stopp í Icesave-málinu? Ræðum um seðlabankagjaldþrotið núna.

Sjálfstæðismenn nota hina margumræddu smjörklípuaðferð sem aldrei fyrr. Smjörklípuaðferðin sem þeir hafa notað nú snýst um það að herja á ríkistjórnina með Icesavemálið. Með því að beina athygli allra að ríkisstjórninni í Icesave málinu eru þeir að fela raunverulegan vanda þjóðarinnar sem er GJALDÞROT SEÐLABANKA sem seðlabankastjórarnir báru ábyrgð á.

Það er að renna upp 1. febrúar og þá á að koma fram fyrir almenning skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis. Það verður fróðlegt að sjá hvað hún ber í skauti sér. Mér segir svo hugur að þessi rannsóknarnefnd Alþingis sé ekki treystandi vegna tengsla við stjórnmálamenn sem "stjórnuðu" fyrir hrun. Í fréttum Stöð2 í síðustu viku var sagt frá því að rannsóknarnefndin hafði ekki enn kallað bankaráðsformann Landsbankans til yfirheyrslu. En viti menn hann var kallaður strax á eftir fréttinni á fund þeirra. Það er engu líkara en að sjálfstæðismenn séu tilbúnir að stökkva fram af björgum til að vernda flokksbræður sína frá athygli og hugsanlegri kæru ríkissaksóknara. Þetta er svo augljóst.

Icesave mun kosta okkur um 60 milljarða en Seðlabankagjaldþrotið um 370 milljarða. Með þessu má sjá að Icesave er aðeins tæplega 1/6 af seðlabankagjaldþrotinu.

Icesave hefur fengið 18 mánuði í umræðunni en seðlabankagjaldþrotið 18 mínutur eða því sem næst.

Hvenær á að fara ræða um seðlabankagjaldþrotið?


mbl.is Stopp í Icesave-málinu þessa dagana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Icesave mun kosta okkur um 60 milljarða

Gott að vera bjartsýnn, en þegar bjartsýnin verður meiri en ríkisstjórnarinnar í þessu máli er nú betra að fara að hugsa sig tvisvar um.

Gunnar (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 08:10

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Gunnar, þegar upp er staðið þá verða orðnar miklar breytingar á stöðu okkar gagnvart skuld okkar við Breta og Hollendinga. Skuldin er ekki alveg fastsett í dag. Verðmæti þrotabús Landsbankans er að aukast vegna bættrar afkomu í heiminum. Íslendingar eru sjálfum sér vestir með þetta svartsýnisraus síðustu 16 mánuðina. Alþingi er eins og stór barnaleikvöllur án barnfóstru.

Guðlaugur Hermannsson, 14.1.2010 kl. 08:24

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Verð að koma að. Guðlaugur þetta að vona að verðmæti þrotabús komi til með að verða verðmeira er stórhættuleg von sem getur hrunið á einum degi, það eru ekki öll kurl komin til grafar í heiminum kreppan virðist ekki hafa kennt mönnum sömu bónusarnir eru borgaðir til bankana í útlöndum og stjórnin hefur lofað Landsbankamönnum bónusum ef vel tekst til við sölu eigna sem ég hef reyndar litla trú á seinni bylgja gjaldþrota er yfirvofandi. Hvað alþingi varðar þá þurfum við nýtt stjórnkerfi það er orðið ljóst þetta gamla fjórflokkskerfi virkar ekki lengur vegna spillingar og flokksgræðgi.

Sigurður Haraldsson, 14.1.2010 kl. 13:41

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sæll Sigurður. Ég er búinn að reikna með því versta. Þrotabú, sérstaklega eins og í bönkum, er háð markaðsverði verðbréfa sem geta farið upp og líka hrunið. Skilanefnd Landsbankans hefur verið bæði með belti og axlabönd við mat á eignum bankans. Þeir hafa teki mið af því versta sem getur hugsast skeð og jafnframt mínusað það með 20% í viðbót. Það eru núþegar um 100 milljarðar í peningu í þrotabúinu.

Ég hef stungið upp á því áður að við val á frambjóðendum til alþingiskosninga þurfi lámarks menntun og reynslu. Með því að krefjast þess eru meiri líkur á því að landinu verði stýrt af myndugheit. Ráðherrar ættu að vera valdir af Alþingi og krafan um menntun, þekkingu og starfsreynslu sé í hávegum höfð. Í hvaða störfum er menntun og reynsla ekki krafist við ráðningu starfsmanna?

Ég sagði nú einu sinni að lámarks greindarvísitölu yrði að krefjast hjá frambjóðendum. Menn svöruðu þá með því að krefjast að lámarki IQ 130. Ég taldi það af og frá ásættanlegt og kom með þá tillögu byrja með IQ 80.

Guðlaugur Hermannsson, 14.1.2010 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband