Orsakavaldar bankakreppunar eru Fitch og S&P.

Þessir aðilar bera ábyrgð á hruninu vegna frjálslegs mats á bönkum heims. Það var engu líkara að bankar gætu keypt sér AAA ef þeir ættu nóg fjármagn til að greiða fyrir það. Það sem er á hreinu núna er að íslensku bankarnir voru mun lægra virði en mat þessara fyrirtækja sagði til um.

Það er ekki hægt að segja að þeir beri alla ábyrgð en þeir hrifust með í rússibanareið fjármálaheimsins.

Bankastarfsmenn lokuðu augunum og tóku við mati þeirra án minnsta gagnrýnis frá þeirra hálfu.

Bankarnir tóku síðan upp á því að lána kúlulán til að viðhalda gengi bréfa þeirra uppi, sem er jú algjört lögbrot. Öll kúlulán til hlutabréfakaupa voru til þess eins að hafa áhrif á gengi bréfa og er það lögbrot samkvæmt nýafstöðnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur hafa sannað.


mbl.is Fjármögnun sett í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

einmitt

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 09:32

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Fitch eru nú í óðaönn að bjarga andlitinu með því að útskýra fyrir okkur af hverju þeir lækkuðu Ísland niður í ruslflokk. Það er ekki langt þar til þeir verða metnir óhæfir til matsgerðar á fjármálafyrirtækjum.

Guðlaugur Hermannsson, 11.1.2010 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband