Grafalvarlegt að þingmenn og forseti þurfi að bera hjálma við setningu Alþingis.

Það er grafalvarlegt að okkar æðstu menn þurfi að mæta til þingsettningar með hjálma á höfði. Ég sá í gær þegar flösku var grýtt í Alþingishúsið. Það hlýtur að vera mikið álag fyrir þingheim að get átt von á flösku í hausinn þegar ferðast er um í nágrenni Alþingis. Ég man ekki eftir þvi að þingheimur ásamt forsetanum, prestinum og biskup hafi þurft að hlaupa úr Dómkirjunni inn í Alþingishúsið bakdyramegin.

Ég hlýt að spyrja þingheim hvað fór úrskeiðis? Svikin kostningaloforð? Vafasöm atkvæðagreiðsla vegna Landsóms?Vanhæfi ríkisstjórnarinnar? Of mikið framboð af eggjum á markaðnum?

Þessi atburður í gær fyrir framan Alþingi var sýndur í nánast öllum fréttasendingum sjónvarpsstöðva um allan heim. Þessar útsendingar uppljóstruðu vanvirðingu almennings í garð Alþingis svo ekki verði um villst.Ég tel að umheimurinn álíti okkur vanhæf til að koma okkur út úr vandanum og ríkisstjórnin sem er grýtt af almenningi sé nánast stuðningslaus og sitji áfram án umboðs eins og margar ríkisstórnir í þriðja heiminum "praktisera".


mbl.is Blæddi úr eyra prestsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Guðlaugur, sem jafnan !

Reyndu nú; að fara að rumska, til nokkurrar vitundar, um stöðu mála, hér á landi, Guðlaugur minn.

Sérðu ekki; hvað býr að baki, réttlátri heipt fólksins - og hvað þessir vinir þínir á Alþingi, eru búnir að fótumtroða ÖLL lýðréttindi, samlanda okkar ?

Og hafa; svikið ÖLL loforð, til raunverulegra úrbóta, í þágu Alþýðunnar, jafnframt ?

Alþingi; á sér öngvan tilverurétt héðan af - og ætti 18 manna Byltingarráð þjóðfrelsissina að leysa það úr viðjum, um langan óákveðinn tíma.

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband