Alþingi ekki það sama í dag. Nú er tími til að taka til á Alþingi.

Það verður hávær krafa almennings að boðað verði til kosninga strax í haust. Líklegast hverfur Samfylkingin af þingi eða verður örflokkur. Ég hef ekki upplifað annað eins á Íslandi. jóhanna, Össur, Katrín, Kristján og Þórunn áttu að víkja úr sæti við atkvæðagreisluna.
mbl.is Mál höfðað gegn Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ef þetta ágæta fólk sem þú nefnir hefði vikið sæti við atkvæðagreiðsluna, hefði Árni Matt. fengið að fylgja Geir fyrir landsdóminn, ekki satt?

Gústaf Níelsson, 28.9.2010 kl. 17:44

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég er að tala um stjórnsýslu almennt. Þessir aðilar eru samsekir (ef Geir verður fundinn sekur) og ber því að víkja úr þingsal við atkvæðagreislu um þetta mál.

Guðlaugur Hermannsson, 28.9.2010 kl. 17:48

3 identicon

Katrín? Júl? Hún var ekki ráðherra í síðustu ríkisstjórn, bara vinstri stjórninni

Skúli (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 18:03

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af hverju þurftu ekki Þorgerður Katrín og Guðlaugur Þór líka að víkja sæti?

En nú er það víst komið í ljós að um það bil helmingur alþingismanna er betur að sér í stjórnsýslurétti en prófessor Ólafur Jóhannesson sem hefur fram að þessu verið talinn okkar fremsti fræðimaður í þeirri grein lögfræðinnar. Hann stýrði endurskoðun laganna um Landsdóm árið 1963 og á þá vinnu hans báru flestir mikið lof.

Dýpst fannst mér niðurlæging Alþingis í þessari atkvæðagreiðslu sökkva þegar konan sem ég náði ekki nafninu á gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hún sagðist hafa barist mjög hart fyrir því að allir þeir ráðherrar sem komu að einkavæðingu bankanna 2001 eða 2002 ættu að sæta dómsrannsókn! Þetta hefði henni því miður ekki tekist. (ráðherraábyrgð fyrnist á 2 árum eins og allir eiga að vita.)

Þar með sagðist hún segja Nei!

Sama sagði stóra barnið sem kom sem varamaður inn á Alþingi í gær og sagði að það væri auðvitað mikill heiður að mega "kjósa atkvæði um svona stórt mál!"

Honum kom ekki til hugar að sitja hjá! Hann barasta kjósti nei í hvelli! Hann var svo rosalega vel að sér í stjórnsýslulögum.

Árni Gunnarsson, 28.9.2010 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband