Stjórnarslit og kosningar í haust?

VG og Samfylkingin eru að ganga frá þessu stjórnarsamstarfi endanlega. Ég spái því að stjórnarslit verði og kosningar fari fram í haust.

Þátttaka Jóhönnu í ríkisstjórn Geirs H Haarde gerir hana vanhæfa til þátttöku í þessum umræðum á Alþingi. Hvar eru mörkin þegar ráðherraábyrgð er annars vegar? Er Jóhanna ekki samsek í þessu öllu saman? Ég tel að stefna eigi öllum ráðherrum í þeirri ríkisstjórn fyrir Landsdóm. Siðferðisbrestur Jóhönnu er algjör í þessu máli og að leyfa sér að gagnrýna þingmannanefndina er nánast svívirðilegt.


mbl.is Mikil reiði innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

SAMÁLA!

Sigurður Haraldsson, 21.9.2010 kl. 07:30

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

ræða js var annarsvegar varnarræða fyrir sjálfa sig og hinsvegar til að koma í veg fyrir klofning Samfylkinarinnar -

EN ég held að þetta marki ekki stjórnarslit - vg elskar völdin og mun halda áfram að lúffa fyrir vg og vera hækjuflokkur Samfylkinarinnar - vg er löngu búnir að fórna öllum hugsjónum sínum og stefnumálum fyrir völdin - það er bara þannig -

Óðinn Þórisson, 21.9.2010 kl. 07:42

3 identicon

Ræða Jóhönnu er henni og Samfylkingunni til ævarandi skammar ! Auðvitað þarf að klára þetta mál og bæta Össuri og Jóhönnu á ráðherralistann, sem Landsdómur þarf að fjalla um.

Margrét (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 16:48

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sammála Margrét. Þetta er skandall.

Guðlaugur Hermannsson, 21.9.2010 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband