Kröfuhafar gamla Glitnis? Er Jón Ásgeir einn þeirra?

Hverjir eiga kröfurnar í gamla Glitnir? Er það Jón Ásgeir? Ef svo er, þá er hann að fara fram á að Skilanefnd Glitnis krefjist gjaldþrotaskiptameðferð á búi sínu.

Það hefur ekki komið fram hverjir eru kröfuhafar Glitnis og þar af leiðandi ekki hverjir eru raunverulegir eigendur Íslandsbanka HF. Það er ekki hægt að fela sig á bak við "lepp" (Skilanefnd Glitnis) til að fela raunverulegu eigendurna. Þess háttar tilhögun er ekki lögleg samkvæmt núgildandi lögum um bankastarfssemi.

FME er að þagga niður sjálfsagðar upplýsingar sem eiga að liggja fyrir. Ef ekki verður gerð bragabót á þessu strax þá verður að kæra þetta til viðkomandi ráðuneytis.


mbl.is Jón Ásgeir segir sig úr stjórn House of Fraser
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fréttin talar um að J.Á.J. hafi sagt sig úr stjórn The House of Fraser "þar sem hann hefur setið í umboði skilanefndar Landsbankans".

Getur einhver "fréttaskýrt" fréttina fyrir mig ?

Agla (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 11:01

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Fréttaskýring: Ef þú skuldar bankanum 1 milljón þá "á" bankinn þig en ef þú skuldar bankanum 1000 milljónir þá "átt" þú bankann.

Skilanefndin fékk mann í stjórn HoF sem var öllum hnútum kunnugur. Það var áður en Skilanefnd Glitnis fór í útrýmingu á 7 menningunum.

Það er engu líkara en að dulin öfl séu að takast á um auðæfin í gamla Glitni. Stóru kröfuhafarnir hafa selt á útsölu kröfurnar í Glitni. Kaupendur eru óþekktir vegna leynda skilanefndar Glitnis á kröfuhöfum.

Guðlaugur Hermannsson, 14.5.2010 kl. 11:14

3 identicon

Svo J.Á.J. "átti" bankann af því hann skuldaði nógu mikið. Hann var líka "öllum hnútum kunnugur" í HoF og fékk þess vegna umboð skilastjórnar Landsbankans til að sitja í þeirra umboði í stjórn HoF.

Er þetta þá hið eðlilegasta mál?

Agla (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 11:51

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Nei... Langt í frá að svo sé.

Guðlaugur Hermannsson, 14.5.2010 kl. 12:00

5 identicon

Þakka svarið.

Mig grunaði að þetta væri kannski allt eitthvað skrýtið en "hvers vegna spurningin" þvælist enn fyrir mér.

Agla (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 12:41

6 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Vegna þess að staðan í íslensku bönkunum er svo absúrd að nota þarf "brennuvarginn" til að aðstoða við slökkvistarfið og björgun verðmæta. Hann er jú fróðastur um aðstæður innan HoF.

Guðlaugur Hermannsson, 14.5.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband