Étum ekki útsæðið!

Það er talað um að loðnuhryggningastofninn þurfi að vera 400.000 tonn. Þeir hafa fundið 530.000 tonn og leyft 130.000 tonna veiði. Er ekki gert ráð fyrir því að loðnan er hluti af fæðukeðju lífríkisins. Hvað er mikið étið af þessum 400.000 tonnum? ER REIKNAÐ MEÐ AÐ ÞAÐ SÉ EKKI NEITT? Hvað þýðir þá 400.000 tonna hryggningastofn? Er ekki verið að ganga á stofninn vísvitandi? Það gæti verið um helmingur loðnustofnsins sem fer í kjaftinn á öðrum fiski og fuglategundum. Hver hefur yfirsýn yfir það magn? Hafró? Varla.

Hvað yrði sagt um búskaparhætti bóndans ef hann seldi helming af slægju sinni til annara þarfa og "græða" á því pening en hafa síðan ekki nóg fóður fyrir sínar eigin skepnur og þurfa að skera niður bústofn sinn. Þetta er það sem hefur gerst hjá útgerðinni hún hefur svelt fiskistofna okkar með gengdarlausri ofveiði á fisktegund sem gefur afar lítið í aðra hönd en gæti orðið fóður í mun dýrari fiskistofna og margfalda verðgildi sitt við það.


mbl.is Loðnan gæti gefið 8 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnlaugur. Takk fyrir þessa færslu og orð í tíma töluð.

Þetta með fæðu fugla og fiska er of lítið í umræðunni. Einhvernveginn virðast fiski-fræðingar sleppa endalaust við að setja fræðin sín í samhengi við restina af öllum staðreyndum lífsins með röstuðningi?

Þetta finnst mér fáránlegt og ógnvekjandi. Fræðin eru í hávegum höfð án skilnings á heildarmyndinni. Friðum fólk og veiðum meiri fisk af stærri gerðinni. Hvað ef fiskifræðingar myndu heimfæra sín fræði á sveltandi og veikburða fólk? Friða fólk fyrir fyrir veiði-þjófum auðvalds-banka-klíku-mafíu!

Fiski-fræðingar ásamt öllum öðrum fræðingum hefur ekki verið kennt að taka tillit til allra sjónarmiða. Hafa líklega ekkert lært um sult og útrýmingu fólksins og eru þess vegna með greind langt undir meðallagi í öllu öðru en sínum einhliða fræðum?

Getum við hlustað gagnrýnislaust á þeirra þekkingar-lausa eintal? Er það ekki ábyrðarð allra að tala saman og hlusta á annara þekkingu og reynslu og taka afstöðu út frá alhliða þekkingu til réttra lausna? M.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.1.2010 kl. 12:25

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þetta minnir mig á söguna "Nýju föt keisarans". Enginn þorir að minnast á þetta vegna þess að þeir rugga bátnum of mikið og gætu misst spón úr aski sínum.

Guðlaugur Hermannsson, 30.1.2010 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband